Eru sumardekkin örugglega í lagi?

Margir bíleigendur eru með þann háttinn á að vera með vetrar- og sumardekk á felgum svo það er auðvelt að skipta um vor og haust.

Það eina sem þarf að gera er að skoða hvort dekkin séu í lagi, mynsturdýptin sé nægilega góð fyrir næsta tímabil.

En eru dekkin örugglega nógu góð? Hér á mínum bæ eiga báðir bílarnir sitt hvorn ganginn á felgum og þessi háttur hefur verið hafður á um langt árabil. En á dögunum kom í ljós að ástandið á sumardekkjunum á fólksbílnum var ekki nægilega gott! Eitt dekkið hélt ekki vel lofti og þegar nánar var að gáð voru komnar örfínar sprungur á ytri brún banans, og það lak með einni af þessum sprungum. Sjálfur slitflöturinn var með meira en nægilega mikla dýpt, þannig að þess vegna hefðu þessi dekk dugað ágætlega í sumar.

En það var settur „tappi“ í sprungugatið – og nú bíður bíllinn þess að það verði fundin ný sumardekk áður en honum verður hleypt aftur út í umferðina.

image

Örfínar sprungur á brún banans eru merki um að þetta dekk er komið að leiðarlokum.

image

En það lak loft um eina af þessum litlu sprungum, málinu bjargað með „tappa“ og nú bíður bíllinn eftir nýjum dekkjum fyrir sumarið.

image

Við fyrstu sýn var allt í lagi – ágæt mynsturdýpt – en annað kom á daginn!

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is