Handsmíðaður Karmann Ghia

Þar sem Volkswagen stendur nú á tímamótum með nýja ID3 bílinn er ekki úr vegi að rifja upp söguna og skoða myndir af fallegum forverum hans.

image

Það var árið 1930 sem Adolf Hitler lét framleiða bifreið sem kalla skyldi "bíl fólksins", einfaldlega Volkswagen. Þar er kominn einn af frægustu bílum heims, hannaður af Ferdinand Porsche. Bjallan var á hagkvæmu verði áreiðanleg og hagnýt. Þremur áratugum eftir fyrstu Bjölluna var hún orðin að táknmynd og er enn í dag.

image

1964 árgerð af Karmann Ghia.

image

Sportlegur smábíll

Á sjöunda áratugnum fengu Volkswagen menn þá flugu í höfuðið að gera lítinn sportlegan bíl sem ef til vill myndi slá í gegn fyrir ungar konur á leið á ströndina eða miðaldra karlmenn sem spiluðu póker eða pílu eftir vinnu.

image
image

Fegurðin sem kom ekki innan frá

Úr varð gullfallegur bíll sem í dag þykir eftirsóknarvert að eiga. Karmann Ghia var byggður á grunni Bjöllunnar en það var reyndar tvíeggjað sverð fyrir Volkswagen.

image
image

Fjörtíu hestöfl

Bjallan var nú ekki beint kraftmikil né hraðskreið í samanburði við samkeppnisaðila þess tíma sem hún hóf göng sína. Bjallan var með flata fjögurra strokka vél sem svipuð vélum sem notaðar eru í flugvélar eins og Piper og Cessna. Stimplarnir ganga á móti hvor öðrum og í flugvélum eru þeir hugsaðir þannig að ekki verði olíuþurrð á stimplinum þó svo að vélin sé ekki í láréttri stöðu. Oft kallaðar boxer vélar.

image
image

Úr varð að svona vél var sett í Karmann Ghia bílinn og var rétt um 40 hestöfl í þessum 1000 kg. bíl.

image
image

Það var svosem ekki ætlunin að þessi bíll myndi gera það gott á kappakstursbrautinni né átti hann að vera sportbíll þess tíma - en eitthvað var það sem höfðaði til markaðarins og bíllinn varð strax vinsæll hjá ákveðnum hópum.

Eftirherma eða stíll?

Ef menn þekkja Karmann Ghia söguna er smá dramatík í henni eins og flestum góðum sögum. Nú erum við að tala um ákveðinn amerískan hugmyndabíl sem kom fram á sjónvarsviðið árið 1952 og hét Chrysler d'Elegance. Sá var hannaður af Virgil Exner hjá Chrysler en smíðaður hjá Ghia.

image

Chrysler d'Elegance.

image

Því er ekki að neita að Karmann bíllinn hefur sláandi líkar línur frá allt frá afturbretti til framstuðara. Þarna er greinilega um hugverkastuld að ræða eins og sagt er í dag. Það er búið að eyða mörgum lítrunum af bleki í þetta mál en enginn gekk þó af göflunum út af málinu.

Stálið beygt með handafli

Það voru nokkur hundruð þúsund Karmann Ghia framleiddir fram undir 1970. Allir þeir voru handsmíðaðir. Já, handsmíðaðar. Volkswagen! Ekki einatt var bíllinn settur saman í höndum heldur var stálið í hann beygt með handafli enda ef þið pælið í því eru nánast allar línur bílsins ávalar. Það er kannski málið með fegurð þessa bíls allt til dagsins í dag?

image

Grindin undan Bjöllunni var stækkuð örlítið til að gera bílinn stærri, breiðari og örlítið meiri lúxusbíl. Karmann bílinn var plássmeiri og virkaði alls ekki þröngur - sérstaklega þegar um blæjuútgáfuna var að ræða.

image

Þó að Karmann Ghia sé afskaplega fallegur á að líta og löngu orðinn að perlu í bílaheiminum er eins og hönnuðir hafi verið að flýta sér að klára bílinn þegar kom að mælaborði og takka-pakka.

Allavega eru takkar merktir í dag ef maður hefur ekki bara snertiskjá til að strjúka yfir.

image

Takka-pakkinn skrítinn

Ljósin voru kveikt með því að toga út takka hægra megin á stýrinu. Takki fyrir þurrkurnar voru beint fyrir ofan ljósatakkann og hann þurfti að toga út líka. Lofttúðunni var stjórnað með takka við hliðina á farþegasætinu. Miðstöðinni (í Bjöllunni var hún bara köld eða ísköld) var stjórnað með takka undir mælaborðinu.

Byggt á grein frá Autblog. Myndir: Zac Palmer.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is