Atvinnubílar frá Brimborg hrúga inn verðlaunum

Niðurstöðurnar liggja fyrir vegna árlegra verðlauna Parkers New Car Awards 2021 og sendibílar frá Brimborg hlutu fyrstu verðlaun fyrir Sendibíl ársins, Besta litla sendibíllinn, Besta millistóra sendibílinn, Besta rafsendibíllinn og til viðbótar Besta pallbíllinn! Frábær viðkenning á gæðum atvinnubíla hjá Brimborg!

image

Sendibíll ársins er Ford Transit Custom.

Sendibíll ársins er hinn margverðlaunaði Ford Transit Custom. Hann var einnig kosinn Besti millistóri sendibíllinn. Þetta kemur ekki á óvart því Ford Transit Custom er mest seldi sendibíll í Evrópu. Staðalbúnaðurinn er sérlega ríkulegur í Transit Custom en síðan er hægt að velja undirgerðir sem eru enn betur búnir fyrir tiltölulega lítinn viðbótarkostnað, þetta eru Edition og Trend útfærslurnar.

Citroën Berlingo og Peugeot Partner eru Bestu litlu sendibílarnir

Citroën Berlingo og Peugeot Partner eru Bestu litlu sendibílarnir samkvæmt Parkers verðlaununum. Þeir deildu fyrsta sæti með Toyota Proace City og Vauxhall Combo Cargo.

image

Citroën Berlingo sendibíll.

Citroën Berlingo er rúmgóður og notendavænn sendibíll sem færir ökumanni einstök þægindi og áreiðanleika í dagsins önn. Citroën Berlingo er hábyggður og há sætisstaðan skapar einstaklega þægilegt aðgengi og þegar inn er komið blasir við notendavænt, rúmgott innra rými með breiðum og mjúkum sætum. Brimborg býður nú Citroën bíla með víðtækri 7 ára ábyrgð. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg.

image

Peugeot Partner sendibíll.

Peugeot Partner sendibíll er sparneytinn og ríkulega búinn. Partner er áreiðanlegur og hefur verið mest keypti sendibíllinn í Evrópu í yfir 20 ár. Partner hefur sannað sig sem frábæran vinnufélaga með notendavænni tækni og öflunum vélum. Peugeot Parner er áreiðanlegur sendibíll  með 7 ára ábyrgð.  Peugeot Partner er fáanlegur í tveimur lengdum og rúmmál hleðslurýmis er 3,3-3,9 m3 og rúmar það auðveldlega tvö vörubretti. Brimborg býður nú Peugeot bíla með víðtækri 7 ára ábyrgð. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg.

Peugeot e-Expert og Citroën e-Dispatch eru Bestu rafsendibílarnir

Peugeot e-Expert og Citroën e-Dispatch eru Bestu rafsendibílarnir samkvæmt Parkers verlaununum. Þeir deildu fyrsta sæti með Vauxhall Vivaro-e. Peugeot e-Expert er væntanlegur til Brimborgar í mars á næsta ári og mun forsala hefjast á næstu dögum í Vefsýningarsal Brimborgar.

Pegueot e-Expert

Peugeot e-Expert rafsendibíl er með allt að 330 km drægni á 100% rafmagni, fjarstýrð forhitun sem tryggir að bíllinn sé heitur og þægilegur þegar lagt er af stað. Hann er hlaðinn ríkulegum staðalbúnaði og rúmmál hleðslurýmis er allt að 6,6 m3 með Moduwork innréttingingu, fellanlegu sæti og lúgu á þili til að flytja lengri hluti. Gæði Peugeot eru einstök enda í boði með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og sérstakri 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg.

Pallbíll ársins er Ford Ranger

Nýr fjórhjóladrifinn Ford Ranger er pallbíll ársins 2020 og mest seldi pallbíll Evrópu. Ford Ranger er fjórhjóladrifinn og sérlega sterkbyggður fyrir allskonar verkefni hvort sem er í vinnu eða áhugamálin og er nú með enn meiri tækni en nokkru sinni fyrr. Nýr Ford Ranger fæst í þremur búnaðarútfærslum eða Raptor og Wildtrak með 2ja lítra 213 hestafla 4ra strokka sparneytinni dísilvél sem togar 500 Nm og nýrri háþróaðri 10 gíra sjálfskiptingu og XL útgáfu með 2ja lítra 170 hestafla 4ra strokka sparneytinni dísilvél sem togar 420 Nm og 6 gíra beinskiptingu. Brimborg býður nú Ford bíla með víðtækri 5 ára ábyrgð. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is