Dacia Sandero er mest seldi bíll Evrópu!

    • Þessi mun ódýrari bíll frá Dacia seldist betur VW Golf í júlí!
    • Ástæðan: breytingar á markaði og hugsanlega skortur á íhlutum!

Núna er staðan sú í Evrópu að sá bíll seldist best í álfunni í júlí er bíll sem við hér á landi þekkjum varla nema af afspurn!

image

Dacia Sandero var mest seldi bíll Evrópu í júlí og fór fram úr Volkswagen Golf sem hafnaði í öðru sæti eftir að hafa verið í efsta sæti um langa hríð.

Þetta er vegna þess að salan á Golf dróst saman og 6% aukning á sölu á Sandero frá júlí 2020. Salan á VW Golf lækkaði um 37% síðan 2020 og 39% samanborið við 2019 og seldust 19.425 bílar.

Fyrir utan Hyundai og Suzuki urðu öll helstu vörumerki fyrir lækkun á sölu í júlí, mörg þeirra fyrir verulegri.

Salan hjá Renault minnkaði, Jafnvel Dacia lækkaði, en minnkunin hjá þeim var um 19%, sem er minna en hjá öðrum. Dacia er hluti af Renault Group.

Endurhannaður

Sandero var nýlega endurhannaður og framboðið var útvíkkað og þar er nú að finna Stepway útgáfu með brettakanta, þakboga, hliðarklæðningar o.fl. Sandero er nú í þriðju kynslóð sinni síðan bílnum var upphaflega var hleypt af stokkunum.

(byggt á frétt á vef Autoblog – mynd Dacia)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is