Það stefnir í einvígi á milli Porsche og Tesla á Nürburgring kappakstursbrautinni í Þýskalandi

image

Taycan Turbo S ramagnsbíll Porsche á Nürburgring á dögunum.

Í byrjun var bara brosað. Síðan breyttist þetta í að aðdáun. Nú er þetta að þróast í einvígi á milli tveggja öflugra nafna í bílaheiminum, Porsche og Tesla.

Vettvangur uppgjörsins: Nürburgring í Þýskalandi, kappakstursbrautin sem talin er sú mest ögrandi í heiminum. Hringurinn státar af 73 þröngum beygjum (Silverstone í Bretlandi hefur 18), breytingar í hæð og lengd sem nemur meira en 20 km sem hlykkjast um laufgaðan skóginn og hefur fengið gælunafnið Græna helvítið.

Porsche Taycan setti met fyrir mánuði

Það er hér sem nýi Taycan Turbo S, Porsche, setti met sem hraðskreiðasti fjögurra dyra rafbíll í síðasta mánuði og lauk hringnum á 7 mínútum og 42 sekúndum. En það er keppinautur sem situr þúsundir kílómetra í burtu í Kaliforníu: Elon Musk hjá Tesla. Musk, sem er þekkur fyrir að njóta góðrar baráttu, tók upp hanskann og hefur sent Model S í sveitina í Þýskalandi til að endurheimta álitið sem konungur rafmagnsfólksbílanna.

Fyrrum Formúluökumaður undir stýri Tesla

Keppni bílanna hefur allt sem svona barátta getur haft, þar við bætast straumar samfélagsmiðla sem hafa harða aðdáendur sitt hvoru megin við Atlantshafið og velta því fyrir sér hvor þessara tveggja bíla geti náð að losna við þessar mikilvægu auka sekúndur úr hringakstrinum. Síðan bættist við að fyrrum keppnismeistari Formúlu-1, Nico Rosberg, sem skellti tilboði inn á Twitter til að stýra Tesla, tilboð sem Musk samþykkti með glöðu geði.

Turbo eðe ekki turbo

Musk hefur lagt mikið undir í áskoruninni. Eftir að Porsche afhjúpaði Taycan Turbo og Turbo S sem fyrstu rafmagnsbíla sína stríddi Musk vörumerkinu fyrir „túrbó“ flokkunina vegna þess að túrbóforþjöppu er aðeins að finna í brunahreyfli. Í kjölfar upphaflegar skeytasendinga kom hann fram með mildari orð í síðari „tvítum“ og viðurkenndi að Taycan „virðist vera góður bíll“ og að Nürburgring-brautartíminn „sé flottur.“

Líka mikið í húfi hjá Porsche

Í raun er jafn mikið í húfi hjá Porsche sem hefur fylgst með því að Tesla breytir sér í sannkallaðan valkost fyrir viðskiptavini sem sækjast eftir afkastamiklum bíl en með rafmótor, opinn hlið sem bílaframleiðandinn í Stuttgart vonast nú til að vernda með Taycan.

Ekki vitað hvenær reynt verður að bæta metið

Þegar þetta er skrifað þann 15. September er ekki nákvæmlega vitað hvenær Tesla-bíllinn gæti reynt að bæta met Taycan. Tesla hefur ekki svarað beiðni um umsögn um áform sín um Nürburgring.

„Elon myndi ekki fara með bílinn á brautina ef þeir héldu ekki að þeir myndu vinna,“ sagði Munster í símaviðtali. „Hann er gríðarlega mikill keppnismaður og elskar að kljást við hefðbundna bílaframleiðendur. Það er áhugamál hans. Hann finnur fyrir sjálfstrausti“.

Model S með nýrri drifrás hefur sett met

Komið hefur fram í fjölmiðlum að þann 11. september sló Model S með nýrri „Plaid“ drifrás metið sem hraðskreiðasti fjögurra dyra fólksbíll í Laguna Seca, keppnisbraut nálægt Monterey í Kaliforníu.

image

Hið minnsta tvær gerðir af Tesla S hafa sést á Nürburgring síðustu daga, þar sem þeim hefur verið ekið af krafti hring eftir hring. Myndin hér er af svipuðum bíl, en þó ekki þeim sem sést hefur á brautinni

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is