Mazda mun frumsýna glænýjan sportjeppa á bílasýningunni í Genf

Mazda Motor Corporation hefur tilkynnt að nýr lítill Mazda sportjeppi muni verða frumsýndur á alþjóðlegu bílasýningunni 2019 í Genf í byrjun mars.

Drifrásin mun vera með nýjustu SKYACTIV-vélarnar, þar á meðal byltingarkennda SKYACTIV-X, sem aðlagar einstakar brennsluaðferðir sem sameina afköst bensínvélar með betri svörun dísilvélar.

Afmælisútgáfa MX-5

30 ára afmæliútgáfa Mazda MX-5 mun einnig verða Evrópufrumsýnd í Genf.

image

Eina sem Mazda hefur sent frá sér er þessi skuggamynd af nýja sportjeppanum.

image

Sumir telja að nýi litli sportjeppinn frá Mazda muni verða svipaður Koeru-hugmyndabílnum sem sést hefur á bílasýningum – hugsanlega nýr CX-3

image

Sérlega sportlegur afturendi á Koeru-hugmyndabílnum er sagður gefa fyrirheit um nýjan Mazda CX-3.

image

30 ára afmælisútgáfa Mazda MX-5 verður Evrópufrumsýnd í Genf

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is