Kemur Hummer aftur – rafdrifinn??

image

Eftirspurn eftir Hummer-jeppum náði hámarki árið 2006 með sölu á Bandaríkjamarkaði á 71.524 ökutækjum, en færri en 4.000 voru seldir árið 2010, samkvæmt upplýsingum Automotive News Data Center.

General Motors er þessa dagana að velta fyrir sér hugmynd um að smíða rafknúið ökutæki sem myndi koma nafni bensínháksins Hummer aftur til lífsins.

„Ég elska Hummer“, sagði Reuss á blaðamannafundi 12. júní. „Ég er ekki viss. Við erum að horfa á allt“.

Smíði á rafmagns-Hummer verður kannski aldrei að veruleika, en án rafmagnsútgáfu myndi GM eiga erfitt með að selja hefðbundinn Hummer á tímum þegar losunarreglur hafa orðið miklu strangari en á blómaskeiði vörumerkisins.

BEV3 verkefni

GM vinnur nú að tveimur stórum verkefnum sem snúa að bílum knúnum með rafhlöðum. Fyrsta er BEV3-verkefnið sem mun þróa fólksbifreiðar, „crossover“-jeppa og margs konar aðrar litlar og meðalstórar gerðir. Það er hluti af loforði bílaframleiðandans að setja 20 rafknúna bíla á vegina á heimsvísu árið 2023. Seinna verkefnið snýr að því að smíða rafknúna pallbíla og önnur ökutæki í fullri stærð, suma með getu til akstur á vegleysum.

„Þetta er stórt mál. Það gæti verið nokkuð sem við förum fyrst af stað með, nokkuð sem eru ekki bara öflugir vinnubílar en frekar meiri áhersla á útlit og hæfileiki fyrir utan vega“ sagði hann. „Þarna er fullt af hlutum sem eru mjög aðlaðandi“.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is