Reynsluakstur: Kia e-Soul, árgerð 2020
Umboð: Askja

Afl, pláss, akstursþægindi, búnaður
Frekar lítið farangursrými

Bíll með sál

Kia e-Soul er kominn með stærri og aflmeiri rafhlöðu. Þessi knáa kassalaga krúttsprengja hefur fengið yfirhalningu og kemur nú önnur kynslóð þessa sérstaka rafbíls. e-Soul er örlítið lengri og hjólahafið lítið eitt breiðara en í fyrirrennaranum. Fyrst og fremst er það þó rafhlaðan sem hefur breyst en hún er nú á pari við Hyundai Kona og Opel Ampera. e-Soul er með 64 kwh rafhlöðu sem gefur hámarksdrægni upp á 452 kílómetra skv. WLTP staðlinum.

image

Kia e-Soul hefur fengið andlitslyftingu.

Snjall

Kia e-Soul hefur sannað sig sem fjölhæfur fjölskyldubíll, plássmikill og þægilegur.

image

Kia e-Soul er flottur rafbíll og nýtískulegur.

Útlit hans sker hann lítið eitt úr varðandi samkeppnina en Soul-inn tikkar í flestöll box hvað hana varðar.

image

7 tommu margmiðlunarskjár þar sem stutt er í allar upplýsingar, hljóm- og leiðsögukerfi.

Þú situr hátt í blílnum og getur hækkað ökumannssætið til að stilla sjónhæð í akstri. Árekstrarvari, rafstillt ökumanns- og farþegasæti, 10.25 tommu upplýsingaskjár og 7 tommu skjár í mælaborði, bakkmyndavél, akstursaðstoð eins og akreinavari sem virkar þannig að kerfi bílsins skynjar vegmerkingar og vísar þér inn á veginn ef farið er of nálagt miðlínu vegar til dæmis. e-Soul er búinn árekstrarvara, skynvæddum hraðastilli, lyklalausu aðgengi, hita í stýri, hita í fram- og aftursætum og svo mætti lengi telja.

Þægindi í akstri

Ég hef haft til umráða Kia Soul dísel bíl fyrir örfáum misserum og líkaði vel.

image

Þægileg sætin halda vel utan um mann og plássið afturí er í góðu lagi fyrir þrjá fullvaxna.

Aksturseiginleikar eru einstakir og sérlega þægilegt að aka bílnum. e-Soul er aðeins um 7,2 sekúndur í hundraðið og bætir vel við sig eftir það.

image

Gluggar eru stórir og kantaðir og gera að verkum að útsýni er gott, hvar sem setið er í bílnum.

Þegar stigið er á orkugjöfina fer orkan beint í framhjólin og rífur bílinn af stað. Stýrið er nákvæmt og létt án þess að vera of létt þannig að það trufli mann við aksturinn. Sætin halda mjög vel við og er nánast eins og þú sitjir á stól við að aka bílnum. Hátt er til lofts og útsýnið út um framrúðuna frábært. Þú stígur inn í bílinn í stað þess að setjast ofan í hann. Hurðir opnast vel, bæði að framan og aftan.

Hleðsla og endurnýting orku

Með hraðhleðslu er hægt að hlaða bílinn frá 20% upp í 80% á um það bil 40 mínútum. Bílinn er fluttur inn af Öskju með svokölluðum vetrarpakka en í honum er meðal annars búnaður sem hitar rafhlöðuna upp í hleðslu og eykur þannig orkunýtingu í kulda. Í akstri er síðan hægt að nýta hreyfiorkuna til að hlaða rafhlöðuna en þú velur hversu mikið þú hleður þegar þú dregur úr hraða.

image

Ríkulegur staðalbúnaður gerir akstur Kia e-Soul þægilegri og öruggari.

Mjög einfalt er að stilla endurhleðsluna með handfangi í stýrinu sem virkar þá sem bremsa þegar endurhleðsla er aukin.

image

Hönnun Kia e-Soul er framsækin og djörf.

image

Innanrými er aðgengilegt og akstursstillingar við hendina.

Við mestu endurhleðslu er hægt að aka bílnum bara með orkugjöfinni og þessum handföngum í stýrinu sem kallað hefur verið One Pedal Driving.

Stemning og stuð

e-Soul er bara skemmtilegur. Apple Car Play og Android Auto koma sterkt inn þegar þú kveikir á öflugum Harman Kardon græjunum og velur síðan stemningslýsingu sem hentar tilefninu. Það er meira að segja hægt að tengja LED lýsinguna í græjurnar og ljósin fylgja tónlistinni.

image

Stórar hurðir auðvelda aðgengi og þú sest beint inn í bílinn en ekki niður í hann.

image

Þú hleður símann þinn með þráðlausri hleðslu, á framrúðinni er regnskynjari og þú stillir inn aksturstillingar sem henta þínum akstri.  

image

Afturljósin setja sinn svip á bílinn.

image

Tvílitur Kia e-Soul. Möguleiki á fjölda skemmtilegra litasamsetninga.

Að sjálfsögðu er Sport stillingin skemmtilegust en hún eyðir líka mestri orku. Í Normal stillingunni er bílinn ennþá vel sprækur en í Eco og Eco plús er aflið farið að minnka töluvert enda minnst orka í boði í þeim stillingum.

image

315 lítra farangursrýmið er ekki stórt en hægt er að fella niður sætin og ná þannig fínu flutningsplássi ef þarf.

image

Felgurnar nokkuðu lokaðar til að minnka lotfmótssöðu - allt til að spara orku.

Hentar vel í borgarakstrinum og sérlega þægilegur fyrir barnafólk enda með Isofix festingum fyrir barnabílstólana.

Helstu tölur:

Verð frá: 5.690.777 kr.

Vél: 150 Kw og 64 Kw rafhlaða

Hestöfl: 204

Newtonmetrar: 395 Nm.

0-100 k á klst: 7,2 sek.

Hámarkshraði: 167 km/klst.

CO2: 0 g/km

Eigin þyngd: 1.766kg

L/B/H 4195/1800/1605 mm

Útfærsla
Drif
Girkassi
Eldsneyti
Tog-Hö.
Stærð rafhlöðu
Drægni allt að
VERÐ FRÁ.
Urban
Framhjóladrif Sjálfskipting Rafmagn395 - 20464 kWh452 km
Style SUV
Framhjóladrif Sjálfskipting Rafmagn395 - 20464 kWh452 km
* Eydsla bL akstur ** 0-100 km/klst
Gert með fyrirvara um prentvillur. Askja áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði. Vinsamlegast athugið að búnaður á mynd getur verið ólíkur búnaði bílsins.
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is