Reynsluakstur: Jeep Wrangler Rubicon, árgerð 2019
Umboð: Ísband

Sjálfskipting, pláss afturí, farangursgeymsla, fjórhjóladrif, útlit, ríkulega búinn staðalbúnaður.
Sutt seta í ökumannssæti, full lítill færanleiki í ökumannsæti fyrir leggjalanga, lítið „hanskahólf“, vindhljóð.

Jeep Wrangler Rubicon er jeppi, það er bara einfaldlega þannig

Jeep Wrangler Rubicon hefur verið framleiddur í núverandi stíl frá 1986.  Óneitanlega er hann arfberi hins ódauðlega og eina sanna Jeep sem framleiddur var og notaður í seinni heimstyrjöldinni, gamla Willys jeppans.  2019 árgerðin er blanda af þessu öllu, nokkurskonar „retró“ útgáfa af hinum eina sanna Jeep nema hann er með öllum hugsanlegum þægindum sem jeppi gæti haft.

Jeep eins og hann var einfaldlega kallaður var hannaður í skugga seinni heimsstyrjaldarinnar. Tegund bílsins var hins vegar Willys Quad. Fyrstu jepparnir voru framleiddir 1940. Farartæki sem átti að komast hvert sem er og að hægt væri að gera nánast hvað sem er á þessum litla jeppa.  Þetta var hernaðartæki. Samhliða var framleiddur CJ 2A sem var Willys ætlaður til almenningsnota. Willys var framleiddur til ársins 1953 í svokallaðri CJ 3A útfærslu.

Frá árinu 2004 hefur Jeep framleitt Jeep Rubicon Unlimited sem er lengri útgáfan, semsagt fimm manna rúmgóð útgáfa sem jafnast á við til dæmis Jeep Cherokee og fleiri bíla í sama stærðarflokki.  Nýjasti Rubicon jeppinn tilheyrir fjórðu kynslóð bílsins.

image

Dísel og bensín

Reynsluakstursbílarnir voru annars vegar með 200 hestafla díselvél með 8 gíra sjálfskiptingu og hins vegar 270 hestafla bensínvél, einnig með 8 gíra sjálfskiptingu.  Báðir jepparnir komu á óvart, hvor á sinn máta.  Í stuttum bíltúr til Keflavíkur var eyðslan á díselbílnum varla meiri en á litlum fjölskyldubíl eða um 8.2 lítrar á hundraðið.  Bensínbíllinn eyddi að sjálfsögðu örlítð meira en þó ekki svo mikið um það bil 12 lítrum eins og við keyrðum hann.

image

Frábært aðgengi og gott pláss

image

Hágæða hljómflutningstæki.

Leður og lúxus

Báðir jepparnir voru í lúxúsútgáfu (Limited), leðurpakki, innrétting, gírstangahnúður og stýri – allt mjög flott og virkar vel á mann í þessum jeppalega jeppa.  Ljósapakkinn innifelur LED -  þoku, fram, og afturljós og með ljósapakkanum kemur jeppinn með fjarlægðarskynjara að framan.  Tæknipakkinn er síðan blindhornaviðvörun sem virkar mjög vel þar sem bílinn er töluvert langur og maður má alveg passa sig að vita upp á hár hvort einhver er við hliðina á manni þegar skipt er um akrein, akreinavari, og lykillaust aðgengi með takka ræsingu.  Allt þetta kostar reyndar um 900 þús. kall.  Það skiptir kannski ekki miklu máli þegar grunnverð bílsins er 10.890 þús. krónur.

image
image

Wrangler er jeppi jeppanna.

Jeppi jeppanna

Jeep Rubicon er ekki bara einhver jeppi, hann er jeppi jeppanna.  Bílarnir koma mjög vel útbúnir og má telja upp staðalbúnaðinn á hálfu A4 blaði.  Rock Track fjórhjóladrif, þykir eitt það fullkomnasta í bílaiðnaðinum, Selec track millikassi og Tru Loc driflæsingar að framan og aftan.  Staðalbúnaður eru 17 tommu felgur með 32 tommu BF Goodrich dekkjum.  Reyndar gefa þau dekk pínu dekkjahljóð inní bílinn ásamt því að hann var eilítið svagur Reykjanesbrautinni.  En, þetta er jú jeppi.

image
image

Dísel og bensín - sama útlit.

Tölvutækni á uppleið

Amerískir bílar hafa ef til vill ekki verið að dansa neinn stríðsdans í tölvutækni á meðan evrópskir framleiðendur eru með tækni sem notuð er við flugvélasmíði í stjórntækjum sinna bíla.  Rubicon er vel búinn þannig lagað, með 8,4 tommu upplýsingaskjá, flottu viðmóti og upplausnin í skjánum er hin besta.  Kaninn kallar þetta þetta kerfi sitt U connect en það er með Apple Carplay og Google Android, raddstýringu, Bluetooth og Alpine hljómflutningstækjum sem virkuðu alveg sérstaklega vel.  Einnig er skynvæddur hraðastillir partur af aukabúnaði sem hægt er að kaupa með með bílnum en sem staðalbúnaður er hraðastillirinn bara venjulegur eins og hann hefur verið síðustu 50 árin eða svo. Afþreyingarpakkinn kostar í dag kr. 420 þús.  Hægt er að fá ýmsa aukahluti með bílnum eins og rafdrifna þaklúgu klæðningu í topp.  Standard bílinn kemur án klæðningar í lofti sem gerir bílinn skemmtilega grófan og passar við heildarupplifunina.

image

Flott mælaborð og tölvutæknin á uppleið.

Gott pláss

Pláss er með ágætum.  Framsætin mættu þó vera örlítið lengri og stillingin á sætissleðanum örlítið lengri fyrir leggjalanga ökumenn eins og mig.  Með því að velta stýrinu nánast alveg upp í mælaborðið var ég samt með smá bogna handleggi við að stýra bílnum.  Frábært pláss aftur í og auðvelt aðgengi.  Farangursgeymsla er 548 lítrar og mjög þægilegt að ganga um það.  Hlerinn opnast til hægri og síðan opnast afturrúðan upp.  

image

Mjög gott fótapláss afturí, ökumannssæti i öftustu stöðu.

Verð frá – sama verð á bæði dísel og bensín – 10.890 þús. krónur.

Hæð undir lægsta punkt: 25,2 cm.

Útfærsla
Drif
Vél
Girkassi
Eldsneyti
Tog-Hö.
VERÐ FRÁ.
Rubicon 4xe PHEV Launch Edition
Fjórhjóladrif2.0L Sjálfskipting. 8 gíra Bensín, Rafmagn637 - 374
* Eydsla bL akstur ** 0-100 km/klst
Gert með fyrirvara um prentvillur. Ís-Band áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði. Vinsamlegast athugið að búnaður á mynd getur verið ólíkur búnaði bílsins.
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is