Reynsluakstur: Toyota Hilux, árgerð 2021
Umboð: Toyota á Íslandi

Endurbætt fjöðrun, tæknibúnaður, sjónlína, lítið vélarhljóð
Enginn spegill í sólskyggni ökumanns

Margslunginn og sprækari Hilux

Félagarnir í bílaþáttunum TopGear gerðu hinn heimsfræga Toyota Hilux enn frægari þegar þeir fóru á Norðurpólinn á slíkum bíl, breyttum af Arctic Trucks.  Það var árið 2007. Árið 2010 fór einn þeirra, James May, upp á glóandi Eyjafjallajökul á Hilux. Skilst mér að rauður Hilux hafi notið mikilla vinsælda í kjölfarið en bílarnir í TopGear voru einmitt fagurrauðir.

image

Árið 2003, höfðu Bretarnir þrír markvisst reynt að stúta Hilux og sýndu áhorfendum hvernig það gekk. Sú stórfurðulega tilraun gekk út á að misþyrma blessuðum bílnum með það fyrir augum að athuga hvað hann þyldi.

image

Hvað er málið með þennan Hilux?

Ekki veit ég hvernig þetta byrjaði hjá TopGear, þ.e. að reyna markvisst að granda Hilux. Af hverju Hilux? Sennilega af því að það er áskorun. Ekki beinlínis hlaupið að því að ráða niðurlögum ódrepandi tækis sem er margrómað fyrir sterka grind og sterka yfirbyggingu. Smá WD40, ást og umhyggja og einhver verkfæri voru allt sem þurfti til að koma umræddri ´88 árgerð af stað á ný.

Ekki var skipt um varahluti í bílnum í þessari heimsfrægu tilraun.

Ástæðan fyrir því að þetta er rifjað upp hér er einfaldlega sú að þegar ég prófaði 2021 árgerðina af Hilux fór ég að hugsa um hinar fjölmörgu tengingar þessarar tegundar við ótrúleg afrek og ævintýri.

image

Arctic Trucks (AT) hafa m.a. breytt Hilux í stórkostleg brautryðjandi tæki sem hafa komið mönnum á staði býsna langt frá byggðu bóli.

Fyrir ofurhetjur, sjóara, mig og þig

Það mætti halda, miðað við þennan langa inngang, að hér sé ætlunin að greina frá einhverju ótrúlegu sem ég gerði þegar ég reynsluók bílnum. Til dæmis að ég hafi ekið yfir úfið hraun eða eitthvað álíka.

Nei, lesendur góðir, ekkert svoleiðis.

Hins vegar naut ég þess að prófa bílinn við hefðbundnar aðstæður á suðvesturhorni landsins.

image

Pallhúsið er ekki endilega það sem allir vilja hafa á pallbílum. Æ fleiri kjósa frekar rennihlíf yfir pallinn og fyrir Hilux er fáanleg létt og lipur álhlíf sem hægt er að læsa og ver hún góssið á pallinum fyrir vatni og vindi. Aukabúnaður á borð við stuðarahlíf, veltigrind og hlífar fyrir framhluta o.fl. er hægt að kaupa og breyta þannig notagildi bílsins.

Ný vél; hljóðlát og öflug

Vélin í bílnum er frábær að mati undirritaðrar! Þetta er 2,8 lítra dísilvél sem skilar 204 hestöflum og rosalegu togi, eða allt að 500 Nm togi takk fyrir! Með öðrum þá er útkoman bíll sem er öflugur og seigur. Auðvitað vinnur margt saman eins og drifhlutföll, skipting og fleira sem heitir fallegum nöfnum en upplifunin er það sem hér skal koma fram.

„Ætlarðu ekki að setja í gang?“ Nei, bíllinn var í gangi! Hljóðlátur eins og vel upp alinn herramaður.

image

Þegar fjölskyldan fer á flakk skiptir miklu máli, að okkar mati, að sá sem hlýtur þau örlög að sitja aftur í, heyri í þeim sem sitja á „fyrsta farrými“ og í jeppum og sérstaklega pallbílum getur það reynst býsna erfitt.

Því skal haldið til haga að bíllinn fæst einnig með 2,4 lítra dísilvél.

Draumabíll Marty McFly

Toyota Hilux kom fyrst á markað árið 1968 og hefur komið víða við. Í bæklingi Toyota um bílinn eru margir bráðskemmtilegir fróðleiksmolar um Hilux (bæklingurinn er rafrænn og má nálgast á vef Toyota) og einn þeirra tengist myndinni Back to the Future. Michael J. Fox lék eftirminnilega Marty McFly og var það draumur McFly að eignast fjórhjóladrifinn, svartan Hilux með löngu húsi af árgerð 1985.

image

Heldur bílstjóranum við efnið - og veginn!

Jæja, aftur til framtíðar! Hilux er í dag búinn geysimiklum öryggisbúnaði og sérfræðingarnir í Japan vita sannarlega hvað þeir syngja bæði þegar kemur að tækni- og öryggisbúnaði.

Kerfið byggir bæði á notkun myndavéla og leysigeislatækni og ætti því að vera býsna nákvæmt.

image

Svo er það eitt af mínu uppáhalds: Akreinaskynjarinn! Íslenskir vegir eru ekki alveg í toppgæðum og merkingarnar (málningin) á malbikinu oft illlæsilegar fyrir akreinaskynjara. Því miður. En oft nær bíllinn að lesa veginn rétt og það er algjör snilld hvernig þetta virkar í Hilux; Aki maður yfir óbrotna línu, eða brotna án þess að gefa stefnuljós, sveigir bíllinn (stýrið snýst sjálfkrafa) aftur inn á veginn og eins og hann hægi örlítið ferðina.

Þetta má stilla á ýmsa vegu og auðvitað er líka hægt að slökkva á akreinaskynjaranum.

image

Aðstoð við að taka af stað upp í móti í brekku og spólvörnin er eitthvað sem gott er að geta treyst á t.d. þegar hestakerra hangir aftan í. Þrjú og hálft tonn getur Hilux dregið, auk þess sem burðargeta er eitt tonn. Hér kemur einmitt enn ein snilldin í öryggisbúnaði Hilux: Stöðugleikastýring eftirvagns. Stýringunni er ætlað að draga úr sveigju eftirvagns í roki, á ójöfnu undirlagi og í beygjum. Auk þess sem hún greinir hristing, vagg og velting og með einhverri tæknisnilld dregur úr rugginu.

Þegar allt kemur til alls...

...þá er nýr Hilux ferskur og lipur bíll. Kaupendur hafa val um ýmsar útfærslur og pakka (t.d. torfærupakka, hlífðarpakka og flutningapakka) sem breyta bílnum mjög, bæði hvað útlit snertir og notagildi.

image

Sumir segja (ath. hef BARA heyrt karlmenn segja þetta) að maður þurfi nú ekki að hafa spegil í sólskyggni ökumanns því ekki eigi að glápa á sjálfan sig meðan á akstri stendur.

Helstu tölur:

Verð frá: 7.090 þús. kr. Reynsluakstursbíll, Invincible 11.445.909 kr. (janúar 2021).

Vél: 2.800 rms.

Hestöfl: 204.

Tog: 500/1600-2800 Nm@snm.

CO2: 194 g/km.

Eigin þyngd: 2130-2355 kg.

L/B/H 5325/1900/1815 mm.

Eyðsla bl ak: 6,8-8,3 l/100 km.

Pallur - innanmál:

Lengd: 1525 mm.

Breidd: 1540 mm.

Útfærsla
Drif
Vél
Girkassi
Eldsneyti
Tog-Hö.
VERÐ FRÁ.
Extra Cab LX
Fjórhjóladrif2.4L Beinskipting. 6 gíra Dísel400 - 150
Double Cab LX
Fjórhjóladrif2.4L Beinskipting. 6 gíra Dísel400 - 150
Extra Cab GX
Fjórhjóladrif2.4L Beinskipting. 6 gíra Dísel400 - 150
Double Cab GX
Fjórhjóladrif2.4L Beinskipting. 6 gíra Dísel400 - 150
Extra Cab GX
Fjórhjóladrif2.4L Sjálfskipting. 6 gíra Dísel400 - 150
Extra Cab GX
Fjórhjóladrif2.8L Beinskipting. 6 gíra Dísel500 - 204
Double Cab GX
Fjórhjóladrif2.4L Sjálfskipting. 6 gíra Dísel400 - 150
Double Cab GX
Fjórhjóladrif2.8L Beinskipting. 6 gíra Dísel500 - 204
Extra Cab GX
Fjórhjóladrif2.8L Sjálfskipting. 6 gíra Dísel500 - 204
Double Cab GX
Fjórhjóladrif2.8L Sjálfskipting. 6 gíra Dísel500 - 204
Double Cab VX
Fjórhjóladrif2.4L Sjálfskipting. 6 gíra Dísel400 - 150
Double Cab Invincible
Fjórhjóladrif2.4L Sjálfskipting. 6 gíra Dísel400 - 150
Double Cab VX
Fjórhjóladrif2.8L Sjálfskipting. 6 gíra Dísel500 - 204
Double Cab Invincible
Fjórhjóladrif2.8L Sjálfskipting. 6 gíra Dísel500 - 204
* Eydsla bL akstur ** 0-100 km/klst
Gert með fyrirvara um prentvillur. Toyota á Íslandi áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði. Vinsamlegast athugið að búnaður á mynd getur verið ólíkur búnaði bílsins.
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is