Frumsýna nýjan RAM 3500 í Mosfellsbænum

Íslensk-Bandaríska umboðsaðili RAM á Íslandi, frumsýnir á laugardaginn nýjan RAM 3500.  Nýtt útlit, nýjar útfærslur og fjölmargar tækninýjungar er meðal annars þess sem er að finna í nýjum RAM. Ís-Band mun bjóða RAM í Limited, Laramie (Sport & Black Edition) og Big Horn útfærslum. Einnig verður RAM Mega Cab frumsýndur, en hann verður fáanlegur í Laramie og Limited útfærslum.

image

Áfram er hin magnaða 6,7 lítra Cummins vél í boði með 6 þrepa sjálfskiptingu 370 hestölf og enn öflugri 400 hestafla vél með AISIN sjálfskiptingu.  RAM er ekki aðeins með mesta togið 1365 Nm (AISIN), heldur mestu dráttargetuna og mesta innanrýmið (Mega Cab) í sínum flokki.

Fjölmargar tækninýjungar er hægt að fá í nýjum RAM sem aukabúnað, s.s. 12,4” snerti- og upplýsingaskjá, 360°myndavél og skynjarar að framan og að aftan, RAM box með 400W raftengi og fjarstýrða opnun á afturhlera.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is