Kia EV6 crossover boðar nýtt útlit hönnunar

Við vorum á dögunum að segja frá nýjum rafbíl Kia, sem myndi koma með alveg nýtt yfirbragð hönnunar. Núna eru Kia búnir að frumsýna bílinn og það fer ekki á milli mála að þeir eru að leggja inn á nýja braut hönnunar með þessum nýja bíl.

Nýi EV6 „rafmagnskrossinn“ frá Kia er byggður á nýju „Opposites United“ hönnun vörumerkisins, ferskt, nútímalegt útlit sem leikur með andstæður.

Markmiðið er að færa sig nær „einfaldleika beinnar línu“, sagði Karim Habib, yfirmaður hönnunar á heimsvísu, og bætti við að hönnun Kia þyrfti að þróast með breytingum vörumerkisins og sókn á hærra svið markaðarins.

image

Hefðbundið „Tiger Nose“ grillið hjá Kia fær framúrstefnulega endurhönnun á nýja EV6 í formi „Digital Tiger Face“, sem miðlar rafknúinni drifrás ökutækisins.

Habib sagði að hönnunaruppfærslan væri heildstæð nálgun sem horfi á mynd, framsetningu og virkni alls, frá grillinu að framan og lógóinu til hanskahólfsins og jafnvel að umboðinu sjálfu.

Sem hluti af endurreisn Kia á heimsvísu í janúar hefur fyrirtækið til dæmis kynnt nýtt merki.

image

Stýri EV6 hallar í átt að framhlið bílsins og eykur tilfinninguna um meira rými, en minni sæti stuðla einnig að auknu rými, segir Kia.

Nýr framendi

Hefðbundið „Tiger Nose“ grillið hjá Kia fær framúrstefnulega endurhönnun á nýja EV6 í formi „Digital Tiger Face“, sem miðlar rafknúinni drifrás ökutækisins.

image

Ávalur kraftmikill afturendi rafbílsins EV6 er undirstrikaður með útstæðum afturljósum sem ná yfir allan aftuendann.

Spenna er dregin af andstæðum skörpum línum og hátæknilegum smáatriðum, sagði Kia. Afturendinn er til dæmis undirstrikaður með útstæðum afturljósum.

Að innan nýtir EV6 sérhæfða rafknúna grunninn til að bjóða upp á stærra farangursrými og opnar meira rými með óaðfinnanlegum, bognum háskerpu hljóð- og myndskjá og minna mælaborði. Skjárinn nær frá stýri að miðju bílsins.

image

Nýju hönnuninni verður komið á framfæri í alla framtíðarbíla Kia eftir frumsýninguna á EV6.

5 lykilstoðir hönnunar

Nýju hönnunarheimspekinni verður rúllað út í alla framtíðar Kia bíla eftir frumraun sína í EV6. Fyrirtækið segist leggja áherslu á fimm meginstoðir hönnunar: Djarfa fyrir náttúruna, gleði fyrir skynsemi, kraft til framfara, tækni fyrir lífið og spennu fyrir æðruleysi.

image

Dagljósin á EV6 eru í raðmyndandi mynstri fyrir sem gefur stafræna tilfinningu, en lágt loftinntak hjálpar til við að láta ökutækið líta út fyrir að vera breiðara.

„Og meginreglan snýst um andstæðu, um það að hafa hluti sem eru í raun ekki venjulega saman til að setja þá saman,“ sagði Habib.

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is