Í stað Renault Kadjar kemur nýr rafmagnssportjeppi

Nýi rafmagnsjeppinn mun sitja fyrir ofan Megane E-Tech Electric og mynd Auto Express sýnir hvernig hann gæti litið út

Renault Kadjar, sem segja má að tilheyri þessum óræða flokki bíla sem almennt eru kallaðir sportjeppar, hefur átt nokkrum vinsældum að fagna hér á landi, hið minnsta  650 slíkir eru á skrá samkvæmt tölfræðivef Samgöngustofu, en núna ætlar Renault að stefna á sömu mið samkvæmt því sem lesa má á vef Auto Express á Bretlandi.

Gilles Le Borgne, varaforseti tæknimála Renault, sagði við Auto Express að vörumerkið sé „þegar að vinna að nýjum bíl milli Megane [E-Tech Electric] og Nissan Ariya [sem Renault mun deila palli sínum með] fyrir komandi ár “

Þessi annar rafknúni „crossover“ frá franska fyrirtækinu verður byggður á CMF-EV grunninum, sem er sérgerður með rafbíla í huga, og að sögn Le Borgne er hægt að teygja hann upp í allt að 4,7 m að lengd, með allt að 2.780 mm hjólhaf.

Þetta nær til rafhlöðunnar, sem verður fest í gólf bílsins.

Le Borgne lagði áherslu á að „hönnunin gæti auðveldlega hentað fyrir 60 kWh rafhlöðuna“ og að „hámarksorka um borð verður 87 kWh“.

Renault hefur þróað ofurþunna rafhlöðu fyrir CMF-EV grunninn.

Rafhlaðan sem er aðeins 110 mm þykk gerir það að verkum að plássið fyrir farþega nýtist betur og hámarkar möguleika sérhannaða grunnsins fyrir rafbíla; þessi nýi sportjeppi ætti líka að bjóða upp á meira farangursrými en 472 lítra farangursrými Kadjar í dag.

image

Svona ímyndar Auto Express sér að arftaki Kadjar muni líta út.

Fjórhjóladrifið er frátekið fyrir Alpine útgáfuna

Hins vegar sagði Le Borgne við Auto Express að ólíkt Ariya tvíburanum myndi Renault ekki nota rafmótor að aftan til að útbúa bílinn með fjórhjóladrifi; þetta verður frátekið fyrir heitu Alpine útgáfuna.

Innfelld hurðarhandföng eru til að draga úr loftmótsstöðu, með sléttu yfirborði á hurðunum í jafnvægi með beittari línum að framan og neðan.

Að sögn varaforseta alþjóðlegrar markaðssetningar Renault, Arnaud Belloni, gæti bíllinn verið með nýtt merki að aftan líka. Þegar hann var spurður um styrk Kadjar sem nafns eða hvort við gætum búist við að sjá nýtt nafn, í ljósi arfleifðar Renault, eftir að hafa fundið upp Megane, R5 og (fljótlega) nútímalegan R4 sagði hann: „Við gætum komið með nýtt nafn. Nafnið er einfalt.

Spjallað við Gilles Le Borgne

image

Gilles Le Borgne, aðstoðarforstjóri tæknimála hjá Renault.

Framkvæmdastjóri tæknimála Groupe Renault svaraði nokkrum spurningum á vef Auto Express; spurningum um tæknileg atriði sem einkenna munu næsta rafmagnsjeppa Renault.

Vangaveltur um nýja Kadjar

Bílavefsíður hafa velt fyrir sér nýjum Renault Kadjar og birt ýmsar hugmyndir. Sumir hafa fjallað um væntanlegan bíl, en aðrir hafa leitt getum að því að núverandi Kadjar muni hætta og arftaki koma í staðinn.

image

Svona ímyndar vefurinn News in 24 að næsta árgerð Renault Kadjar muni líta út.

(byggt á vef Auto Express og fleiri vefsíðum)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is