Tokyo Auto Salon opnar um helgina

Mitsubishi kynnir Vision Ralliart Concept á bílasýningunni í Tokyo auk þess að sýna fullt af öðrum hugmyndabílum fyrir Japan

Tokyo Auto Salon, ein stærsta bílasýning í heimi, kemur aftur til Makuhari Messe og mun sýna breytta og öfluga bíla. Sýningin var aðeins á netinu í fyrra en snýr núna aftur með bíla og gestir geta skoðað þá. Áður fyrr sótti mikil fjöldi gesta þessa sýningu heim, stundum um 300.000, en reiknað er með minni fjölda núna. Sýningin stendur yfir í ár frá föstudeginum 14. til 16. janúar.

Fyrsta daginn er eingöngu opið fyrir fólk úr bílaiðnaðinum og fjölmiðlum. Laugardagur og sunnudagur eru báðir almennir aðgangsdagar með miða í forsölu sem kostar 3.000 ¥.

Það verður engin miðasala á staðnum í ár, svo gestir þurfa að tryggja sér miða fyrir fram!

Aðaltrompið hjá Mitsubishi er Vision Ralliart Concept

Mitsubishi er mættur á bílasýninguna í Tokyo 2022 með fjöldann allan af farartækjum, en enginn áhugaverðari en Vision Ralliart Concept (aðalmyndin hér efst á síðunni). Margir þekkja Ralliart nafnið á Mitsubishi gerðum sem seldar voru fyrir mörgum árum, sem gefur smá von um að endurkoma undirmerkisins gæti enn og aftur gefið okkur spennandi Mitsubishi-bíla.

Þessi endurkoma Ralliart er í hugmyndaformi og í útlitsformi nýja Outlander.

image

Vision Ralliart Concept Mynd: Mitsubishi

Mitsubishi notar Outlander PHEV sem grunninn að þessum hugmyndabíl, en svo virðist sem ekkert hafi verið gert við aflrásina til að gera hann öflugri en venjulega bílinn. Mitsubishi hefir hins vegar gert það á öðrum vettvangi. Ralliart Concept fær stóra bremsudiska og sex stimpla bremsuklossa til að auka stöðvunarkraftinn. Hann inniheldur einnig fjöðrunarbreytingar. Mitsubishi segir ekki hverju það hefur breytt en seigir að þægilegur akstur „sé frekar fágaður“. Loks setti Mitsubishi 22 tommu felgur með stærri dekkjum.

Útlitslega séð fær Vision Ralliart Concept einstaka fram- og afturstuðara, breiðari bretti að framan og aftan, nýtt framgrill og stóra vindskeið að aftan.

Mitsubishi segir að bíllinn „endurspegli sýn Mitsubishi Motors á nýjan Ralliart og sameinar verkfræði fyrirtækisins og ástríðu fyrir Monozukuri áskorunum (handverki)“.

image

Outlander Ralliart.

Fyrir utan þessa hugmynd fá gestir í Tokyó líka að skoða Outlander Ralliart Style og Eclipse Cross Ralliart Style. Báðir þessir bílar eru fullir af rauðum, hvítum og svörtum límmiðum/áherslum til að gefa þeim það Ralliart útlit sem gestir búast við.

image

Eclipse Cross Ralliart.

Á torfæruhlið hlutanna er Outlander Wild Adventure Style byggður á PHEV. Þessi gerð tekur upp fullt af Mitsubishi aukahlutum sem gera hana að betra farartæki til að fara út í óbyggðirnar.

image

Outlander Wild Adventure Style.

Svonefndir „kei bílar“ eru ákaflega vinsælir í Japan; litlir snaggarlegari bílar sem passa vel við þrengslin á götunum þar og lítil bílastæði. Fyrir áhugamenn um svona bíla hefur Mitsubishi einnig opinberað K-EV Concept X Style í Tókyó. Þeim bíl er ætlað að forsýna nýja kynslóð rafmagns kei bíla í Japan. Mitsubishi hefur ekki gefið mikið upp um smáatriðin, en hann tilgreinir þó að þessi tiltekni kei bíll eigi að vera jeppalegur í yfirbragði.

Hann er með aukinni aksturshæð, X-laga lógó um allt og koparþak sem ætlað er að minna á mótorinn í rafbílnum.

image

K-EV Concept X Style.

Síðustu tveir smábílanna eru Delica D:5 Tough x Tough og Minicab MiEV B-Leisure Style. Mitsubishi bjó þessa gerð Delica með fullt af aukahlutum og Ralliart hlutum til að skila betri árangri í torfærum.

image

Delica D:5 Tough x Tough.

image

Minicab MiEV B-Leisure Style.

Hvað Minicab-bílinn varðar, þá er þessum kei bíl ætlað að vera rafknúinn atvinnubíll sem gæti einnig verið notaður sem einkabíll. Hann er með „MiEV Power Box“ sem getur notað afl frá drifrafhlöðunni til að knýja rafmagnstækni á vinnustað, en ekki búast við „ProPower Onboard“ afli hér.

Mitsubishi segir að hægt sé að stinga rafmagns hraðsuðukatli, kaffivél og fartölvu í samband, sem gerir það að verkum að hann henti frekar fyrir léttari vinnu.

Og til einkanota er hann búinn bílskyggni, tjaldborði og samanbrjótanlegu barnarúmi sem hægt er að nota á ferðalögum.

(grein á vef Autoblog)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is