10 dýrustu bílar heims

10. Zenvo ST1 (151, 8 milljónir króna)

image

Bíllinn sem listinn hefst á er bíll af smærri gerðinni og er dálítið óbeislað villidýr í þessum ST1. Zenvo er settur saman á Sjálandi í Danmörku og framleiðir mikið afl með því að sameina 6,8 lítra V8 með bæði forþjöppu og túrbó. Hversu mikið er „mikið“ nákvæmlega? Hvað með 1.104 hestöfl og 1.429 Nm tog, öllu beint að afturhjólum bílsins?

9. Ferrari LaFerrari (177 milljónir króna)

image

Fáir bílar á vegunum eru meira sláandi og enn færri komast hraðar. Með þurrvigt sem er innan við 2.800 pund, er hröðun þessa drekalíka bíls, úr 0 í 100 km/klst, innan við 3,0 sekúndur, og hann fer í 200 km/klst á undir 7 sek. Hámarkshraðinn? Um 350m km/klst.

8. Pagani Huayra (177 milljónir króna)

image

Huayra er jafn frægur fyrir undarlega hljómandi nafn og hann er fyrir afköstin. Huayra er nefndur eftir Inka-guði vindanna og státar af 6,0 lítra V12 frá AMG með twin túrbó, sem skilar 620 hestöflum og 1.003 Nm.

7. Aston Martin One-77 (177 milljónir króna)

image

Undir loftræstu húddinu leynist V12-vél sem er 7,3 lítra, sem er mikið. Hann skilar 750 hö og 750 Nm, sem er líka mikið. Þessar tölur gera One-77 að hraðskreiðasta Aston Martin sem framleiddur hefur verið, þar sem þessi bíll kemst á yfir 350 km/klst við réttar aðstæður. Frá stoppi mun hann ná 0 til 100 km/klst á 3,5 sekúndum.

6. Koenigsegg One:1 (252,9 milljónir króna)

image

Það má kaupa ýmislegt fyrir 2 milljónir dollara - virkilega fallegt hús, um 80 Mazda MX-5, eða sænska „ofurbílinn“ sem sýndur er hér að ofan. Einhver með rökrétta hugsun gæti líklega hugsað sér betri leið til að eyða ævisparnaðinum, en ofurbílar eru heldur ekki tengdir rökfræði. Vegna þess að þeir eru „ofur“. Og eftir að hafa lesið hvað bíllinn er fær um, gætu 2 milljónir dollara í raun bara talist fínasta verð fyrir hann.

5. Ferrari F60 America (316,2 milljónir króna)

image

Ofurbíllinn er vélrænt eins og F12, en þessi bíll er ekki beint Fiat Panda í grunninn. 6,2 lítra V12-vélin skilar 740 glæsilegum hestöflum, nóg til að knýja bílinn upp í um 100 km/klst á aðeins 3,1 sekúndu. Ofur sjaldgæfur bíll sem á rætur að rekja til fortíðar Ferrari, þegar fyrirtækið sérmíðaði sportbíla tileinkaða ákveðnum svæðum á sjötta og sjöunda áratugnum.

4. Mansory Vivere Bugatti Veyron (430 milljónir króna)

image

Þessi listi væri ekki tæmandi án einhverrar útgáfu af hinum volduga Bugatti Veyron. Við beinum kastljósinu að Mansory Vivere útgáfunni hér, því ekki aðeins er hann einn hraðskreiðasti bíll í heimi, hann er líka einn sá dýrasti.

3. W Motors Lykan Hypersport (430 milljónir króna)

image

Þú manst kannski eftir Lykan Hypersport þegar hann var í aðalhlutverki í stórmyndinni Furious 7, þar sem líbanski ofurbíllinn fór gegnum ekki einn, ekki tvo, heldur þrjá skýjakljúfa í Dubai. Ekki nóg með að bíllinn sé í raun algjört hönnunarlistaverk, heldur býr hann yfir ómótstæðilegu aðdráttarafli.

2. Lamborghini Veneno (569,1 milljón króna)

image

Bíllinn er undurfagur frá öllum sjónarhornum og enn þann dag í dag erum við ekki fyllilega sannfærð um að hann sé ekki geimfar sem rannsakar plánetuna okkar til að ná yfirtöku. Hann virðist bara ekki raunverulegur. Það eina sem er merkilegra en útlitið er verðið – heilar 4,5 milljónir dollara.

1. Koenigsegg CCXR Trevita (607 milljónir króna)

image

Undir gljáandi áferðinni er 4,8 lítra, V8-vél með tvöfaldri forþjöppu og afköst upp á 1.004 hestöfl og 1.080 Nm tog, sem þýðir að hann ætti að eiga í litlum sem engum vandræðum með að taka fram úr trukkunum á hraðbrautinni. Tæknilegar upplýsingar um bílinn – bæði hvað varðar afköst og verð – eru næstum hlægilegar á þessum tímapunkti og aðeins þrír voru smíðaðir.

Aðrir bílar hafa verið dýrari

Alex Todd vörumerkjastjóri hjá BoxyMo sagði: „Bugatti Royale Kellner Coupe frá 1931 var seldur fyrir 8,7 milljónir Bandaríkjadollara árið 1987. Hann og margir aðrir verða ekki með á þessum lista, þeir eru ekki lengur fáanlegir á markaðnum.“

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is