Topp tíu klassískir bílar allra tíma

Það er reynsla okkar hér á Bílabloggi að þegar talað er við fornbílaáhugamann er næsta víst að sá hinn sami hafi gert lista yfir tíu bestu fornbíla allra tíma. Ef ekki tíu þá alla vega fimm.

image

1. Jaguar E-Type

Þetta er einn fallegasti fornbíll sem framleiddur hefur verið, og því er Jaguar E-type númer 1 á topp 10 listanum þeirra.

„Fallegasti bíll sem framleiddur hefur verið“ voru nákvæm orð Enzo Ferrari.

Og auðvitað hafði hann rétt fyrir sér. Byggður á D-Type, þrefaldur sigurvegari Le Mans á árunum 1955 til 1957, var E-Type Jaguar heillandi dæmi um hvað breski bílaframleiðandinn Jaguar var fær um að gera á sínum tíma. Glæsilegur bíll frá sjötta áratugnum sem var hraðari en Ferrari og kostaði aðeins þriðjung þess sem Ferrari kostaði. Hann var fullkominn sportbíll síns tíma.

image

2. Porsche 911

Númer 2 á þessum lista yfir topp 10 fornbíla allra tíma er táknmynd fyrir bíla Ferdinands: Porsche 911.

911 var arftaki hins fræga 356 árið 1963; þetta var rýmri bíll og var öflugri en forverinn. Porsche ætlaði upphaflega að kalla hann „901“.

Hins vegar var Peugeot með réttinn á bílanöfnum með þremur tölustöfum þar sem annar tölustafurinn var „0“.

image

3. Land Rover

Land Rover-jeppunum upphaflegu er lýst sem „langbestu 4×4-bílunum“ og hafa komist í 3. sæti yfir 10 bestu klassísku bíla allra tíma.

Maurice Wilks vissi lítið, þar sem hann sat á ströndinni og skissaði hugmyndir sínar, að hann hefði búið til alveg nýja tegund farartækja sem var langt á undan sinni samtíð.

Hæfni og æðruleysi eru tveir eiginleikar Land Rover sem hefur styrkinn til að skapa sögu á sama tíma og hann hefur stöðugt bætt við sig; hann er sannarlega einn af þeim frábæru.

image

4. Volkswagen Bjalla

„Bíll fólksins“, Volkswagen Bjallan, er númer 4 hjá okkur á topp 10 klassískum bílum.

Í dag, eftir gríðarlega vel heppnaða framleiðslu sem spannar átta áratugi, nýtur bjallan enn mikillar aðdáunar og hefur gert það allt frá upphafi.

Langlífi bjöllunnar byggist á einfaldleika hennar. Með ekki fleiri en 200 hreyfanlegum hlutum í upprunalegu flötu-fjögurra strokka, loftkældu vélinni, er það örugglega framkvæmanlegt fyrir flesta sem hafa það að áhuga að gera við sjálfir. Ásamt ótvíræðu útliti er augljóst hvers vegna allir elska bjöllu.

image

5. Citroen DS

Númer 5 á listanum okkar yfir 10 bestu fornbíla allra tíma er frönsk „klassík“: Citroen DS.

Hinn sérkennilegi en samt mjög stílhreini DS Citroen setti fram sína eigin hönnun frá upphafi.

Hurðirnar voru án gluggaramma og bremsuljósin að aftan voru sett viljandi í augnlínu ökumanna sem á eftir bílnum komu.

image

6. Mini

Flottur „Breti“, Mini er númer 6 á listanum okkar yfir topp 10 klassíska bíla allra tíma.

Það sem meira er, aksturseiginleikar Mini voru nákvæmir, sem gerir hann einstaklega skemmtilegan í akstri.

„Tjúnaðir“ Mini Cooper og Cooper S voru rúsínan í pylsuendanum, aukinn kraftur breytti Mini í öflugan rallýbíl. Að sigra alla samkeppni um að vinna Monte Carlo rallið ekki einu sinni, heldur þrisvar sinnum 1964, '65 og '67. Allt þetta eykur bara orðspor Minis. Flottur „Breti“ -  svo sannarlega!

image

7. Mercedes 300SL Gullwing

Númer 7 á listanum okkar yfir 10 bestu fornbíla allra tíma er fyrsti ofurbíll heimsins: Mercedes 300SL Gullwing.

Gullwing var frumsýndur á Alþjóðlegu bílasýningunni í New York árið 1954 og hlaut lof þáttakenda sýningarinnar - en hann var ekki bara fallegur bíll.

Hann var hannaður með kappakstursarfleifð, byggður á grind með flatri, flottri yfirbyggingu sem státar af glæsilegri loftaflfræði og öflugri sex strokka línuvél sem var 215 hestöfl, fyrsti Mercedes með vél með eldsneytisinnsprautun sem hafði aldrei sést áður.

image

8. Ford Model T

„Hann er til í hvaða lit sem er svo lengi sem það er svart“, var sagt á sínum tíma. Ford Model T er númer 8 á topp 10 klassískum bílum allra tíma.

„Bíll fyrir fjöldann“, Fordinn hans Henry sló í gegn, meira en 15 milljónir voru framleiddar á árunum 1913 til 1927.

Með verksmiðjum ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur einnig í Englandi og restinni af Evrópu, hafði Ford hafið yfirráð á heismvísu.

image

9. Ferrari 250 GTO

Hinn fullkomni „rísandi hestur“ (svo við vísum til einkennismerkis bílsisn), Ferrari 250 GTO kemur í 9. sæti yfir 10 bestu klassísku bíla allra tíma.

Þar sem aðeins 36 bílar voru smíðaðir, kemur það á óvart að komast að því að þeir eru allir enn til í dag.

Hönnun bílsins miðaðist við að halda honum lágt við jörðu og bæta með því loftaflfræðilega skilvirkni; vélin var færð lengra aftur og einnig haldið eins lágt og hægt var.

image

10. Aston Martin DB5

„Hrist, ekki hrært“ sagði Bond. Númer 10 á topp 10 listanum yfir merkustu fornbíla allra tíma er „svalur“ Aston Martin DB5.

Með 4,0 lítra 6 strokka línuvél var DB5 ekki bara sportbíll.

Þrátt fyrir að hann geti náð allt að 235 km/klst, þá var hann í raun meira lúxus 2+2, með staðlaða eiginleika eins og gólfteppi úr ull og rafdrifnar rúður.

(byggt á vefsíðu Heritage Car Insurance)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is