Jæja, þá mega nokkrar milljónir aðdáenda Formúlu 1 taka gleði sína á ný. Michael Masi, keppnisstjórinn sem svo margir vildu burt eftir keppnina í Abu Dhabi í desember síðastliðnum er ekki lengur keppnisstjóri.

image

Eduardo Freitas

Í dag tilkynnti FIA að miklar breytingar væru framundan hvað innviði snertir í Formúlu 1 en hvernig sem það verður gert þá er fyrsta skrefið að leysa Masi frá störfum og þeir Niels Wittich og Eduardo Freitas taka við sem keppnisstjórar.

image

Niels Wittich

image

Munu þeir njóta aðstoðar Herbie Blash sem hefur að undanförnu verið Masi til aðstoðar.

Fær annað hlutverk

Masi verður boðin önnur staða innan Alþjóðaaksturssambandsins, FIA, en ekkert hefur verið sagt um hvaða staða það verður. Fólki dettur eflaust eitt og annað viðeigandi í hug en förum ekki nánar út í það.

Fyrir neðan myndbandið eru hlekkir á fréttir um allt heila klabbið.

Skyldar greinar: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is