Var Volkswagen að gefa undir fótinn með nýja rafbíl á jólakortinu?

-nýi MEB grunnur fyrirtækisins gæti leitt til fjölda ódýrra rafbíla frá árinu 2022

Aðeins meira frá Volkswagen. Við höfum sagt frá því að fyrirtækið muni koma fram með 34 nýja bíla á næsta ári, 2020. Og núna er það jólakortið þeirra sem vekur upp spurningar!

Þýski bifreiðaframleiðandinn hefur komið með sama útspil á þessu ári með sama sniði og Autocar sýndir okkur annan jólasvein með rauða húfu í bílstjórasætinu á hlaðbak.

Autocar telur að myndin sé forsmekkur fyrir lítinn rafmagns sportjeppa, minni en ID 3, með styttra aksturssvið. Þessi bíll myndir verða á grunni sem kallast „MEB Entry“, fyrsta ökutækið myndi leiða til fjölda nýrra rafbílabíla með lágmarkskostnaði á nokkrum vörumerkjum VW Group í Evrópu og Kína meðal annarra markaða.

image

Á myndinni sést ekki hvernig framendinn lítur út þar sem vélarhlífns sést ekki, en myndin sýnir örlítið flatara þak en ID 3, sem leiðir til næstum lóðréttra afturljósa í samfelldri LED ræma sem liggur að C-bitunum. Sagður vera um það bil 394 cm að lengd, þessi fyrsti grunnstærðarsportjeppi á MEB-grunni væri u.þ.b. 20 cm lengri en e-Up! og 25 cm styttri en Polo, en sagður vera með svipað innanrými og áttunda kynslóð Golf, sem er 48 cm lengri.

Þessi grunngerð MEB sem er sett fram sem borgarbíll eða „annar eða þriðji bíll“ fyrir þá sem eru á ferðinni, er með minni rafhlöðu sem hentar vel á bilinu 200 til 240 kílómetra aksturssvið á rafmagni. Áætluð verðlagning er undir 20.000 evrum (2,8 milljónir króna) en VW stefnir að því að selja 200.000 á ári yfir öll vörumerkin með bíla á þessum grunni.

Giskað hefur verið á markaðsetningu á þessum bíl hvenær sem er frá 2022 til „fyrir árslok 2025,“ en bílablaðið Autocar sagði að við ættum að geta séð hugmyndabíl á þessu grunni seinni hluta árs 2020.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is