Arfleifð fortíðar birtist í nýja Bronco

    • Heritage Edition“ bætist við 2023 Bronco og Bronco Sport
    • Og þeir eru komnir á kaf í 1966 nostalgíu

Núna er orðið ljóst á nýi Bronco kemur til Brimborgar – á þessari stundu er að vísu ekki ljóst hvenær það verður. En vestur í Ameríku var verið að tilkynna um nýja viðbót við Bronco-línuna.

Meðal þess sem verður „nýtt“ er nokkuð sem aðdáendur hins klassíska Bronco munu þekkja.

Viðbótin við línu Bronco, kölluð „Heritage Edition“ (og einnig boðin í flottari „Heritage Limited“ útfærslu sem takmarkast við aðeins 1966 einingar á hverri gerð), og verður með mikið að „láni“ frá upprunalegu '66-bílunum, allt niður í „Ford" áletrun á „Oxford White“ grillinu frá Bronco. Bronco Sport kemur líka inn í leikinn, að vísu aðeins minna áberandi, deilir gömlum lit á málningu („Robin's Egg Blue“, man einhver?) og fleiri sérstökum Heritage áherslum að innan og utan.

image

2023 Bronco Heritage Limited Edition - Yellowstone Metallic

Bronco

Við byrjum að utan, náttúrulega, með augljósum hvítum áherslum. Bæði stóru Bronco afbrigðin eru með Black Diamond útlitið að framan, en í hvítu auðvitað. Staðlaða Heritage Edition gerðin er með 17 tommu gataðar álfelgur í hvítu, en Limited bætir við tveggja tóna útliti. Grafík (í Oxford White) prýðir báðar hliðar, og toppurinn er líka í sama lit.

image

2023 Bronco Heritage Edition - Race Red

„Bronco Heritage Edition er fáanlegur í fimm mismunandi litasamsetningum, en Bronco Heritage Limited Edition er eingöngu fáanlegur við kynningu í „Robin's Egg Blue“, sem er litur byggður á „Arcadian Blue“, sem upprunaleg Bronco fékkst í árið 1966,“ segir Ford. „Liturinn „Yellowstone Metallic“, sem er byggður á 1971 Ford litnum „Prairie Yellow“, er áætlaður fyrir 2023 árgerð á seinni hluta ársins. Peak Blue er fyrirhugaður fyrir 2024 árgerðina.“

Staðalbúnaður er byggður á Big Bend-gerðinni en Heritage útgáfan var ætluð sem hluti úr Sasquatch pakkanum (innifalið) og kemur með nauðsynlegum breiðari brettaköntum.

Að innan er mælaborðið hvítt til að passa við ytri áherslurnar, en allt annað er aðeins hefðbundnara. Stöðluðu Heritage sætin eru með Robin's Egg Blue áherslur í áklæðamynstri, auk viðbótarsaums.

image

2023 Bronco Sport Heritage Edition - Robin's Egg Blue

Bronco Sport

Bronco Sport á sér enga arfleifð til að sækja, en hann getur sólað sig í ljóma stærri systkina sinna og minni Ford jeppa fortíðar. Sport heldur hefðbundnu „Bronco“ grillútliti (þó í hvítu) og grillhönnunin sjálf er fengin að láni frá fyrirliggjandi útliti (Big Bend og Badlands). Bíllinn er samt með hvíta þakið og hvítar felgur.

image

2023 Bronco Sport Heritage Limited Edition - Yellowstone Metallic

Bronco Sport Heritage Edition bílarnir munu fást í sjö litum, og eru eins og systkinin búnir sömu hlutum sem venjulega er að finna á Big Bend-gerðum. Heritage Limited mun aðeins koma í Robin's Egg Blue, Yellowstone Metallic og Peak Blue. Að innan eru hlutirnir aðeins lágstemmdari en þeir eru í stærri Bronco; það er ekkert hvítt strik, en áklæðaþemu eru áfram til staðar í bæði áklæði og leðri.

En hvenær verða þeir til afgreiðslu?

Autoblog segist ekki gefa nein loforð fyrir hönd Ford þegar kemur að birgðakeðju eða birgðum, en fræðilega mun bæði Bronco og Bronco Sport Heritage Edition fara í framleiðslu í haust. Bronco Sport Heritage Edition mun byrja í 35.840 dollurum á Bandaríkjamarkaði (kr. 4.883.900) og Heritage Limited byrjar í 46.250 dollurum. Bronco Heritage mun byrja í 45.900 dollurum og Heritage Limited verður á 68.490 dollara eða kr. 9.333.133.

(frétt á vef Autoblog)

Fleiri greinar um Bronco:

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is