Geggjaður Buick Riviera GS Hardtop

Riviera er bein tenging við þá frönsku og þýðir strandlengja á okkar ástkæra og ylhýra. Árið er 1965 og Samband íslenskra samvinnufélaga er með umboð fyrir Buick Riviera. Ef leitað er á vefnum kemur lítið upp um þessa árgerð af bílnum en í dag eru allavega tveir flottir svona kaggar á lífi á Íslandi.

image
image

Þá sá SÍS um málin

Árið 1966 sést hinsvegar lítil auglýsing í Morgunblaðinu þa sem Buick, ekki Riviera samt er auglýstur með nýjum útlínum, nýju grilli og nýjum og fjölbreyttum áklæðum og nýju mælaborði. Það er nú eitthvað.

image
image

Buick Riviera kemur til leiks árið 1963 og er í framleiðslu hjá GM nær óslitið til ársins 1999. Rivieran er lúxuskerra og í raun fyrsti bíll GM inn á “nýjan” markað lúxus einkabíla (sportlegur tveggja dyra harð- eða kúpubakur fjöldaframleiddur með ákveðinn markhóp í huga).

image
image

1965 módelið sérlega vel heppnað

Þó svo að sá bíll sem um ræðir sé flottur eru þeir sem á undan komu ásamt þeim sem á eftir komu engu síðri.

1963 kom fram Buick Silver Arrow sem hugmyndabíll og leggur grunninn að Rivierunni en fyrst var hengt á hann nafnið LeSalle.

Buick átti dyggan hóp kaupenda en bíllinn var hugsaður þrepi fyrir neðan Cadilac bíl GM.

image
image
image

Aðalkeppinautur Bjúkkans var hinn eini sanni Ford Tunderbird. Árgerð 1965 af þeim bíl þótti mjög vel heppnuð og er í minnum höfð.

image
image
image

Langur líftími

Buick Riviera var á götunum í ansi mörg ár og áður var Buick með Electruna sem var einnig kennd við Rivieru nafnið. Buick Riviera var framleiddur sleitulaust frá árinu 1963 og fram til 1999 að árinu 1994 frátöldu.

image
image
image

Hrikalega langur?

Rivieran er um 5.3 metrar á lengd, örlítið styttri en LeSabre en aðeins lengri en til dæmis Thunderbirdinn.

Þess má geta að nýjasti Ford Mustang er með 2,3 lítra EcoBoost vél. Bara svona fyrir þá sem spá í lítratalið.

image
image

Nægt afl og eyðsla eftir því

Sá bíll sem um ræðir í þessari grein kom með 425 cu vél en sú gefur um 340 hestöfl og var 7 lítra útgáfan af Nailhead V8 vélinni.

Að sjálfsögðu var tvöfalt púst, vökva- og veltistýri, vökvabremsur og tveggja túrbínu Dynaflow sjálfskipting. Eyðslan eitthvað í kringum 18 lítrana – og þótti bara allt í góðu.

image
image

Þetta eintak er til sölu hjá RK Motors.com.

image
image
image

Til sölu

Að lokum segir; þetta er án efa langflottasta hönnun Bill Mithcell hjá GM en hann átti þátt í hönnun margra flottustu bíla í Detroit á sjötta og sjöunda áratugnum. Ef þú ert Buick aðdáandi – þá er þetta eintakið fyrir þig.

Verð: 99.900 dollarar – eða 898 dollarar á mánuði miðað við 20% útborgun lán til 120 mánaða.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is