Áttunda kynslóð Golf er nú fáanleg með þriggja strokka bensínvél sem er 108 hestöfl

image

Volkswagen Golf 1.0 – litla þriggja strokka vélin sem gerir það gott í ýmsum öðrum bílum VW er núna einnig í boði í Golf.

image

Volkswagen Golf 1.0 – örugglega góður valkostur í hugum margra með minni vél.

Autocar fræðir okkur á því að Volkswagen hefur útvíkkað nýju áttundu kynslóð Golf með grunngerð sem notar turbó 1,0 lítra þriggja strokka bensínvél.

Nýjasta útgáfan af þessum sívinsæla bill sem var sett á markað fyrr á þessu ári og hefur verið fáanleg með 1,5 lítra túrbóbensínvél, 1,5 lítra mildum blendingum túrbóbensín og 2,0 lítra dísil.

1.0 TSI vélin er mikið notuð annars staðar í Volkswagen línunni og í Volkswagen samstæðunni. Í Golf framleiðir vélin 108 hestöfl og getur náð 0-100 km/klst á 10,2 sek., auk topphraða 202 km/klst.

Samkvæmt WLTP prófunarstaðlinum er eldsneytiseyðslan 4,76 til 4,41 lítrar á 100 km og CO2 losun 121-129g / km. Hann verður boðinn með sex gíra handskiptum gírkassa.

Samkvæmt fréttinni á Autocar verður 1,0 lítra vélin verður aðeins boðin í grunngeðirnni Life, sem er með 16 tommu álfelgur, sjálfvirk LED framljós, bílastæðaskynjarar og rafhitaða hurðarspeglar. Að innan er gerðin með 10.0 tommu stafrænan mælaborðsskjá og 10.0 tommu snertiskjá með upplýsinga- og afþreyingarkerfi. Þetta felur einnig í sér aðstoð ökumanns þar á meðal Car2X samskipti, skriðstilli og akreinaaðstoð.

Nýja grunngerðin er rétt um hundrað þúsund krónum ódýari í Englandi enn fyrri grungerð sem er með 128 hestafla fjögurra strokka 1,5 lítra túrbóbensínvél.

Minni hybrid-útgáfa af 1,0 lítra drifrásinni, sem verður með sjálfskiptum gírkassa, verður kynnt síðar.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is