Þá er komið að því: Opel hefur fengið samastað en Brimborg tók við umboðinu um áramót. Lítið hefur verið fjallað um breytingarnar á sölu Opel hér á landi en núna er allt að gerast. Fyrstu bílarnir koma í mars.

Á vef Brimborgar segir að sömuleiðis verði lögð áhersla á „einföld, hagstæð bílakaup á netinu eða hagstæða langtímaleigu á netinu.“

Vefur og vefsýningarsalur að verða til

Í smíðum er nýr vefur og verður slóðin á hann  www.opelisland.is. Við munum eflaust fjalla um vefinn þegar hann fer í loftið en það ætti að vera á næstu dögum, samkvæmt umboðinu. Á þeim vef verður „innangengt“, ef svo má segja, inn í vefsýningarsal.  

„Netsala skapar hagræðingu hjá Brimborg sem gerir kleift að bjóða meira úrval bíla með ríkulegri staðalbúnaði, öflugri þjónustu og lengri ábyrgð á hagstæðara verði. Verðlistar fyrir rafmagnaða Opel bíla hafa verið kynntir og eru fyrirliggjandi hjá söluráðgjöfum og verða á nýja Opel vefnum.“

Nýr tímabundinn Opel sýningarsalur opnar á Bíldshöfða 8 í Reykjavík og á Akureyri í mars 2022. Frétt Brimborgar má lesa hér.

Tengdar greinar: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is