• Tesla getur lagað galla í 817.000 bílum með þráðlausri uppfærslu

Tesla þarf að „innkalla“ 817.000 ökutæki, en sem betur fer fyrir fyrirtækið er vandamálið nokkuð sem einfaldlega er hægt að laga með þráðlausri uppfærslu í stað þess að fá bílana inn á verkstæði.

Samkvæmt vefsíðu Electrek er vandamálið fólgið í því að öryggisbeltaáminning virkjast ekki við sumar aðstæður, og það hefur einhverjum hjá Tesla létt verulega þegar það kom í ljós að þetta má að laga með „þráðlausri uppfærslu“.

NHTSA (bandaríska þjóðvegaöryggisstofnunin) gaf út opinbera öryggisinnköllun vegna málsins og það virðist hafa áhrif á „ákveðna árgerð („MY“) 2021-2022 Model S og Model X bíla, og alla Model 3 og Model Y bíla“ í Bandaríkjunum.

Aðrar viðvaranir, þar á meðal sú sem verður virk á 22 km/klst. ef einhver öryggisbelti eru losuð, verða ekki fyrir áhrifum né heldur sjónræn áminning.

Þar sem NHTSA telur áminningu um óspennt öryggisbelti vera öryggisatriði, gat Tesla ekki bara flýtt hugbúnaðaruppfærslu til að laga málið og því varð að gera það með opinberri innköllun.

(Frétt á vef Electrec)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is