Lewis Hamilton hefur verið heimsmeistari í Formúlu 1 síðustu fjögur árin en í dag varð breyting á þegar hinn hollenski Max Verstappen öðlaðist heimsmeistaratitilinn eftir ótrúlega keppni í Abu Dhabi.

Hér eru brakandi ferskar myndir frá ljósmyndurum Red Bull:

image

Eins og sést þá er Hamilton rétt á eftir Verstapeppen. Hamilton var með tiltölulega 0rugga forystu nánast alla keppnina en allt breyttist í blálokin. Myndir: Getty/Red Bull

image

Allir gleymdu vandamálum heimsins, þar með talið Covid-19, og þyrptust að Max þegar hann steig „upp úr“ bílnum.

image

Kærastan, Kelly Piquet, brast ekki í söng heldur grét hún af gleði þegar Max sýndi hvers hann er megnugur sem ökumaður.

image

Max og Christian Horner liðsstjóri Red Bull, klístraðir en kátir.

image

Fruss! Þetta má víst undir ákveðnum kringumstæðum; þær kringumstæður voru einmitt í dag hjá heimsmeistaranum unga.

image
image
image
image

Neglur nagaðar...

image

Carlos Sainz var kátur með þriðja sætið og fagnar hér ásamt Max Verstappen

image

Maðurinn sem alltaf virðist kátur, Daniel Ricciardo, óskar Max til hamingju.

image

Dr Helmut Marko ráðgjafi Red Bull liðsins og  Masashi Yamamoto frá Honda

image

Max-istar sýndu allar tennur í gleðivímu þegar Max rúllaði, eða flaug öllu heldur, framhjá köflótta flagginu.

image

Hring eftir hring! Skítt með dekkin. Jú, og þennan bíl mun Max raunar ekki þurfa að nota aftur. Nýtt ár, nýjar reglur og nýr bíll.

image
image
image
image
image
image

Hefur hann það eða ekki? Jú!

image
image
image

Feðgastund. Jos Verstappen hefur alla tíð verið mjög strangur við soninn en þarna áttu þeir örlitla stund, ekki alveg einir, en næstum því. Þessir ljósmyndarar eru úti um allt! Sem betur fer fyrir okkur.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Clive Rose/Getty Images/Red Bull

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is