Chevrolet Nomad 1955

Chevrolet Nomad var kynntur á GM Motorama sýningunni á Waldorf Astoria hótelinu í New York árið 1954. Síðan hefur Waldorf nafnið fylgt bílnum. Þetta var tveggja dyra skutbíll byggður á grunni hinnar nýkomnu Corvettu frá GM.

Hönnuðurinn Harley Earl var yfir hönnunardeild GM á þessum tíma og það var hann sem teiknaði bílinn.

Hönnun Chevrolet Nomad þótti takast vel. GM hnýtti svo hönnun Chevy Bel Air og þessa einstaka Nomads skutbíls saman og skellti í framleiðslu sem Chevrolet Nomad.

image

Frumgerð Chevrolet Nomad frá árinu 1954. Augljóslega skyldur Corvettunni.

Dýrari týpan af Bel Air

Skelin af þessum sérstaka skutbíl var framleidd í Cleveland verksmiðju GM. Henni var síðan dreift á fjölda samsetningarverksmiðja um öll Bandaríkin.

Það sem einkenndi Nomad bílinn voru til dæmis lóðréttu krómlistarnir á afturhleranum, rifflaður toppurinn og hallandi B bitar.

image
image

Þriggja ára flug

1955 voru framleiddir 8.530 bílar. Það sem einkenndi ´55 árgerðina voru til dæmis framljósin sem minntu á augu með miklum augabrúnum, krómlistar á hurðunum og stórar hjólaskálar að aftan.

Innréttingin þótti sérstök á þessum tíma en hurðaspjöld og sæti voru með vöfflumynstri.

1956 framleiddi GM síðan 8.103 eintök af Chevrolet Nomad. GM notaði meira af stöðluðum pörtum Bel Air bílsins annað framleiðsluárið. Afturrúðunni var skipt með litlum bita sem Kaninn kallar „dog leg“ og krómuð V-laga afturljós voru á átta strokka bílunum.

image
image

Tveggja dyra skutbílar

Árið 1957 voru framleiddir 6.534 Nomad skutbílar. Það ár voru engar sérstakar útgáfur í boði af bílnum og gátu viðskiptavinir valið um alla þá valkosti sem Bel Air hafði að bjóða. Hægt var að velja um mismunandi litasamsetningu bæði að innan og utan.

Nomad bílarnir eru í dag mjög eftirsóttir af bílasöfnurum.

image
image

Tekinn í nefið

Bíllinn á myndunum í þessari grein er 1955 árgerð af Chevrolet Nomad. Hjón nokkur í Atlanta áttu bílinn og seldu hann til eiganda bílaverkstæðis sem ætlaði að breyta honum í „street rod” bíl sem yrði þá með gömlu lúkki í bland við tækni úr nýrri bílum – eitthvað sem algengt er að menn geri við Chevrolet Nomad.

image

Bel Air með Street Rod lúkki.

Darryl Skaar fékk svo símtal einn góðan veðurdag frá vini sem sagðist vita um´55 módelið af Chevrolet Nomad og fékk hann til að kíkja á gripinn.

Eigandi bílaverkstæðisins hafði snarlega hætt við að gera bílinn upp.

Ástæðan var sú að 502 crate blokk og skiptingu hafði verið stolið úr bílnum. Hann nennti ekki að standa í þessu basli og auglýsti bílinn til sölu.

Sýningarbíll og verður ekki seldur

Darryl Skaar keypti svo eintakið af manni sem var að fara á eftirlaun og ætlaði að gera bílinn upp. Honum hraus síðan hugur við verkefninu þar sem það myndi eflaust kosta hann mun meira en hann var til í að eyða.

image

Það tók Skaar langan tíma að finna varahluti í bílinn. Til að gera upp „sýningarbíl” sem þennan þarf eins mikið af orginal varahlutum og hægt er að komast yfir. Skaar fann það mikilvægasta fljótlega, 256 cid vél og powerglide sjálfskiptingu – þá var það allra nauðsynlegasta klárt.

image

Byggt á grein á oldcarsweekly.com

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is