VW stefnir að því að afhenda 100.000 ID4 „crossover“ á þessu ári

Nýju rafbílarnir frá VW vekja mikla athygli þessa dagana. ID3 er þegar kominn á markað hér á landi, og einn ID4 er þegar kominn til sýnis hjá Heklu.

Að sögn Gunnars Smára Eggertssonar Claessen,vörustjóra hjá Heklu er meiningin að hefja afhendingar á VW ID.4 hér á landi um mánaðarmótin mars/apríl.

image

Ætla að framleiða og afhenda 100.000 bíla á árinu

Samkvæmt frétt frá Automobilwoche ætlar Volkswagen-vörumerkið að afhenda meira en 100.000 ID4 rafbíla á þessu ári, tveir þriðju bílanna eru ætlaðar til Evrópu og afgangurinn fer til Bandaríkjanna og Kína.

Sala ID4 hefst í Evrópu og Kína í mars. Afhendingar til Bandaríkjanna munu fylgja um mitt ár.

„ID4 mun vekja enn meiri áhuga fólks á rafrænni hreyfingu og þar með veita sókn á rafbílamarkaðnum aukinn skriðþunga,“ sagði Klaus Zellmer, sölustjóri vörumerkis VW. „Við vonumst til að afhenda viðskiptavinum vel yfir 100.000 ID4-bíla á þessu ári einu,“ sagði hann í yfirlýsingu.

VW hefur þegar fengið 17.000 pantanir á ID4 til þessa, sagði Zellmer.

image

Gert er ráð fyrir að ID4 verði aðalsölubíllinn fyrir línuna af rafhlöðuknúnum bílum VW vegna þess að hann miðar á sívaxandi markaðshlutdeild „crossover“ bíla af svipaðri stærð.

Afhendingum í Bandaríkjunum hefur seinkað þar sem VW hefur forgang á mörkuðum í Evrópu.

Öflugri gerð á leiðinni

VW ætlar einnig að setja á markað öflugt afbrigði af ID4 sem verður með sportlegri hönnun og aldrifi, sem kallast ID4 GTX.

VW vill ná 500.000 ID4 árlegri sölu árið 2025, sem er þriðjungur af væntanlegri framleiðslu ID-fjölskyldunnar, sagði Ralf Brandstaetter, forstjóri VW-vörumerkisins, við fréttamenn þegar „crossover“-bíllinn var kynntur í september.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is