Reynsluakstur: Range Rover Evoque, árgerð 2019
Umboð: Land Rover Ísland

Hönnun og karakter, smíði og samsetning
Engin kæling í hanskahólfi

Fyrir drottningar í gönguskóm

Range Rover Evoque er mættur í annað sinn. Nú enn fegurri en fyrirrennarinn en rígheldur enn í klassísku línurnar sínar sem við erum farin að þekkja svo vel. En hann hefur ekki gleymt neinu þegar kemur að því að fara út af malbikinu.

image
image

Fyrirmyndar efnisval

Það leynir sér ekkert þegar þú ekur Evoque að þar ertu um borð í jepplingi sem hefur komið sér vel fyrir í flokki með bílum þar sem gæði umfram magn skiptir máli. Látlaus hönnun en umfram allt frábært efnisval er alls staðar ríkjandi. Teppið í bílnum er meira að segja þykkara en það sem ég er með á gólfinu heima hjá mér. Mælaborðið var svo mjúkt og þægilegt að ég vildi að ég hefði getað lagt mig til hvílu á því. Hvergi er að finna hörð plöst né nokkurt efni sem ekki er gaman og þægilegt að koma við, og þetta er gegnumgangandi um allan bílinn. Meira að segja teppið í skottinu er mjúkt og þægilegt.

image
image

Leðrið á sætunum er líka dásamlegt, það er ekki til annað orð. Mér leið oft eins og ég sæti í fanginu á ömmu minni á meðan ég ók Evoque.

image

Þau halda líka svo vel við þig og eru djúp, þægileg og auðstillanleg. Það sama má segja um aftursætin sem koma á óvart þegar kemur að plássi. Ég segi með góðfúslegu leyfi vinkonu minnar að „það er pláss fyrir ófríska konu í stærra lagi þar“, eins og hún orðaði það sjálf. Hún hafði einmitt líka orð á því hversu auðvelt það hafði verið að koma sér vel fyrir og hvað aðgangur hafði verið góður. Þar hjálpar mikið að hurðir Evoque ná niður fyrir sílsanna og koma því í veg fyrir að vatn og drulla safnist á þá utanverða sem síðan smitast í fataskálmar þeirra sem ganga um bílinn.

image

Aksturseiginleikar

Aksturseiginleikar Evoque eru fínir og finnst vel hversu stutt er á milli hjólanna íinnanbæjarakstri þegar maður er að troða sér á milli stæða og staða víðsvegar í þéttbýlum. Útá vegi líður hann áfram hiklaust og áreynslulaust. Útsýnið fram úr bílnum er gott og lítið sem truflar aksturinn.

image

Evoque kemur svo útbúinn með sjálfvirku kerfi sem bregst við hverskonar yfirborði sem bílinn er á. Það þýðir að þú þarft ekkert að hoppa á milli einhverra kerfa á meðan þú rúntar um landið. Ef þú ferð af malbikinu og yfir á möl þá bregst undirvagninn við því sjálfkrafa og aðstoðar þig við að koma aflinu niður til jarðar.

image
image

Þetta veldur því að þó svo að þessi fagri bíll sé eflaust keyptur mestmegnis af fólki sem mun lítið nota hann til að ferðast á vegleysum hálendisins þá mun hann samt sem áður alveg geta ekið um Kjöl eða aðra fjallvegi ef þess þyrfti.

Útlitð með sér

Rhombicosidodecahedron er ekki orð sem maður myndi nota til að lýsa útliti Evoque. Hann hefur fáar en fallegar línur og lítur út í raun fyrir að vera tveggja dyra þrátt fyrir að vera fjögurra. Allar línur eru úthugsaðar og ekkert auka skraut er að finna á honum.

image

Allt á sínum stað og allt er úthugsað þegar að kemur að útlitinu. Ef þú trúir mér ekki, skoðaðu bara myndirnar með þessari grein.

image

Lokaorð

Það eru fáir jeppar sem eru jafn litlir og Evoque. Hann er með flottan undirvagn og er ekki bara góður á götum miðbæjarins heldur líka mið-hálendisins. Þægilegt pláss og góðir aksturseiginleikar ásamt því að bera með sér útlitið eru styrkleikar hans. Ég mæli með Evoque fyrir alla þá sem eru að leita sér að minni jeppa í lúxus flokki, þar sem efnisval og hönnun fá að njóta sín. Settu í hann eins mikið af aukahlutum og þú getur og í rauðu.

Helstu tölur:

Verð frá 6.990.000 (Sept 2019)

Vélar í boði: Bensín, Dísel

Eigin þyngd: 1.955 kg.

L/B/H 4.371/1.996/1.649 mm.

Hjólahaf: 2.681 mm.

Land Rover Range Rover Evoque verðlisti
Útfærsla
Drif
Vél
Girkassi
Eldsneyti
Tog-Hö.
Stærð rafhlöðu
Drægni allt að
VERÐ FRÁ.
R-Dynamic S
Fjórhjóladrif2.0L Sjálfskipting Dísel Hybrid380 - 163
SE
Fjórhjóladrif2.0L Sjálfskipting Dísel Hybrid380 - 163
R-Dynamic S
Fjórhjóladrif1.5L Sjálfskipting Bensín, Rafmagn540 - 30915 kWh66 km
R-Dynamic SE
Fjórhjóladrif2.0L Sjálfskipting Dísel Hybrid380 - 163
SE
Fjórhjóladrif1.5L Sjálfskipting Bensín, Rafmagn540 - 30915 kWh66 km
R-Dynamic SE
Fjórhjóladrif1.5L Sjálfskipting Bensín, Rafmagn540 - 30915 kWh66 km
R-Dynamic HSE
Fjórhjóladrif2.0L Sjálfskipting Dísel Hybrid380 - 163
R-Dynamic HSE
Fjórhjóladrif1.5L Sjálfskipting Bensín, Rafmagn540 - 30915 kWh66 km
* Eydsla bL akstur ** 0-100 km/klst
Gert með fyrirvara um prentvillur. BL áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði. Vinsamlegast athugið að búnaður á mynd getur verið ólíkur búnaði bílsins.
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is